Olíulind
neðanjarðargeymir kolvetnis
Olíulind eða olíu- og gaslind er neðanjarðargeymir sem inniheldur kolvetni (hráolíu og jarðgas) í jarðlögum. Olíulindir geta verið hefðbundnar eða óhefðbundnar eftir því hvort þakberg er yfir þeim eða ekki. Olíulindir finnast við olíuleit. Kolvetnin sem finnast í olíulindum eru leifar lífvera. Þeim er dælt upp til að nota þau sem jarðefnaeldsneyti.