Olíulind

neðanjarðargeymir kolvetnis

Olíulind eða olíu- og gaslind er neðanjarðargeymir sem inniheldur kolvetni (hráolíu og jarðgas) í jarðlögum. Olíulindir geta verið hefðbundnar eða óhefðbundnar eftir því hvort þakberg er yfir þeim eða ekki. Olíulindir finnast við olíuleit. Kolvetnin sem finnast í olíulindum eru leifar lífvera. Þeim er dælt upp til að nota þau sem jarðefnaeldsneyti.

Skýringarmynd (á norsku) sem sýnir olíulind.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.