Ódysseifur

(Endurbeint frá Odysseifur)
Getur líka átt við skáldsöguna Ódysseif eftir James Joyce.

Ódysseifur er aðalpersónan í Ódysseifskviðu Hómers og er einnig mikilvæg persóna í Ilíonskviðu. Ódysseifur var konungur á Íþöku. Hann var þekktur fyrir að vera úrræðagóður og snjall og jafnvel slægur og undirförull. Ódysseifskviða segir frá heimför hans og hrakningum frá TrójuTrójustríðinu loknu en það tók Ódysseif tíu ár að komast heim að loknu tíu ára löngu stríði. Ódysseifur var sonur Laertesar og Antikleu. Kona hans hét Penelópa en sonur hans hét Telemaakkos. Í harmleiknum Ifigenía í Ális eftir Evripídes er Sísýfos sagður faðir Ódysseifs.

Höfuð Ódysseifs á grískri marmarastyttu frá 2. öld f.Kr.
  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.