Oaxaca er fylki í suðvestur-Mexíkó. Það er 93.757 km2 og eru íbúar 4,1 milljón. Nafnið er tilkomið frá Oaxaca, höfuðborginni og er vísun í trjátegund á tungu nahúatl. Fylkið er hvað þekktast fyrir frumbyggja og menningu þeirra sem hefur varðveist vegna einangrunar; hæðótts landslags. Meðalhæð er 1.500 metrar og hæsti punktur er 3.759 metrar. Oaxa er ásamt Chiapas og Veracruz með mestu líffræðilegu fjölbreytni innan Mexíkó. Þónokkrir þjóðgarðar og vernduð svæði eru í Oaxaca.

Kort.
Monte Albán var höfuðstaður Zapotec-frumbyggja.

Benito Juárez og Porfirio Díaz fyrrum forsetar Mexíkó fæddust í Oaxaca.