Fjöruspói
(Endurbeint frá Numenius arquata)
Fjöruspói (fræðiheiti Numenius arquata) er fugl af snípuætt. Fjöruspói er algengur varpfugl víða í Evrópu. Fjöruspói er vetrargestur á Íslandi en virðist farinn að verpa hérna og fannst fyrsta hreiðrið árið 1987. Vetrarstöðvar á Íslandi eru einkum á Suðvesturlandi, einkum á Rosmhvalanesi og Innesjum en varpstöðvar á Melrakkasléttu og á Suðausturlandi.
Fjöruspói | ||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||||||
Numenius arquata (Linnaeus, 1758) |
Fjöruspói verpir í mólendi fyrri hluta maímánaðar. Eggin eru fjögur og útungunartími er fjórar vikur og verða svo ungarnir fleygir á fimm vikum. Fjöruspóinn heldur sig í fjörum á veturna og er fæða hans ýmis skeldýr, krabbar og marflær.
Fjöruspói er alfriðaður.
Heimildir
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Fjöruspói.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Numenius arquata.