Notandi:TommyBee/Frú Jenny Treibel

Frú Jenny Treibel eftir Theodor Fontane er ...

EfniðBreyta

Skáldsagan Frú Jenny Treibel kom út 1892 og fjallar um tvær fjölskyldur í Berlín. Önnur eru hin yfirstéttahjónin Treibel, herra Commerzienrat og konan hans Jenny, og synir þeirra Ótto og Leopold. Hin eru feðginin Wilibald Schmidt prófessor og dóttir hans Corinna. Fjölskyldurnar þekkjast áratugum saman. Upphaflega hafði Wilibald verið námsmaður og leigt herbergi hjá föður Jennyar, og orðið verið ástfanginn af henni. Meira segja hafði hann skrifað ástaljóð án þess að heppnin væri með honum því ekki vildi hún giftast honum. En þetta ljóð, sem var ekki sérstakt en mjög væmið, var í miklu uppáhaldi hjá Jenny og hún flutti það við hvert tækifæri sem gafst. Wilibald á von á að þau Corinna og Marcel ### kunningi hennar og nemi í fórnleifafræði muni giftast. En Marcel þorir ekki að bera upp bónorðið og Corinna er annars hugar. Heimur föður hennar er ekki aðlandi og hún hefur þá áætlun að krækja sér í Leopold Treibel. Eftir tvær veislur og eitt ferðalag hefur hún náð markmiði sínu, bónorði frá honum – að vísu í leynd. En þegar Jenny fréttir af þessu berst hún á móti því vegna þess að hún ætlaði syni sínum ríka konu en ekki dóttur prófessors. Hún ræður strax við Wilibald, hleypir syni sínum ekki út og býður Hildigard Munk – konunni sem hún vill að Leopold giftist – í heimsókn. En þau skötuhjúin Leopold og Corinna skrifa hvort öðru bréf og feðurnir bíða bara. Herra Treibel er upptekin við að undirbúa kosningar og það er tímafrekt og Wilibald þekkir Jenny nógu vel til að vita að Corinna mun ekki vinna leikinn. Hann veit að Jenny kaus fyrir þrjátíu árum hagsældan fram yfir hugsjón ástarinnar og Wilibald. Leopold talar í bréfum sínum um flótta og brúðkaup, að þau Corinna geti farið til Skotlands, en það gerist aldrei neitt. Corinna fattar að Leopold losnar aldrei undan áhrifum móður sinnar og ákveður að slíta trúlofun þeirra. Í lok giftast þau Corinna og Marcel og Leopold lætur sér Hildgard nægja.

TúlkunBreyta

Heimildir og ítarefniBreyta

TenglarBreyta