Notandi:Morten7an/Samfélagsmiðað húsnæði
Samfélagsmiðað húsnæði er tegund af búsetu þar sem íbúar búa í eigin íbúðum, en með sameignir eins og vinnuherbergi, þvottahús, gestaíbúð, afþreyingarherbergi, verkstæði, sameiginlegt eldhús og borðstofu.
Hugmyndin um sameiginlegt húsnæði var þróuð í Danmörku upp úr 1960 og er nú í miklum vexti á alþjóðavísu. Hugmyndin er sú að í slíku húsnæðisverkefni megi mæta bæði þörfum fyrir næði og samfélag. Húsfélag er til í mörgum myndum og getur verið staðsett í borginni eða á landsbyggðinni. Það getur verið eignarhúsnæði, leiguhúsnæði eða húsfélag . Hver fjölskylda eða hver íbúi býr á sínu heimili, með eigin eldhúsi, baðherbergi, svefnherbergi og svo framvegis. Auk þess er gjarnan sameiginlegt eldhús og einnig borðstofa. Þar er hægt að snæða sameiginlega kvöldverði við og við. Einnig geta verið sameiginleg verkstæði, sjónvarps- og skemmtiherbergi, tónlistarherbergi, barnaherbergi, bókasafn, gufubað o.fl. Á sameiginlegu útisvæði er hægt að hafa ræktunarvelli, barnaleikvöll o.fl.
Þannig húsnæði er oftast byggt upp af framtíðaríbúum, í samráði við arkitekt, framkvæmdaraðila o.fl. Með svona samstarfi má kaupa lóðir og byggja upp eigin heimili. Með því að nota þekkingin sem aðilarnar búa yfir, standi vonir til að hægt sé að fá hágæða íbúðir sem eru aðlagaðar þörfum og óskum komandi íbúa. Hugmyndin er svo þessi: Með því að samnúta færðu aðgang að fríðindum sem þú hefur ekki ef þú kaupir venjulegt heimili. Húsfélagið sem búsetuform veitir tækifæri til þess að eiga góð samskipti við fólkið í þínu nánasta umhverfi á sama tíma og þú getur verið í þínu einkarymi þegar þú vilt. Börnin fá öruggt og hvetjandi umhverfi með öruggum fullorðnum og mörgum leikfélögum. Foreldrar geta auðveldlega fengið pössun og aðra aðstoð. Einstæðir foreldrar og aldraðir geta notið góðs af því að eiga hjálpsama nágranna.
Heimildir
breyta[[Flokkur:Deilihagkerfi]] [[Flokkur:Stubbur]]