Notandi:Margretjons/sandbox

Margrét Jónsdóttir.

Margrét Jónsdóttir (1953) vefsíða 1 Vefsíða 2 Vefsíða 3 facebook vefsíða 4

Margrét er myndlistarmaður og er fædd í Reykjavík. Hún hefur unnið í flesta miðla myndlistarinnar enda með langa og víða menntun á mörgum sviðum ásamt margra áratuga reynslu. Margrét hefur starfað að myndlist í rúm 40 ár og er menntuð við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, diplomu í frjálsri myndlist og síðar diplomu í hönnun, mastersnám við Central Saint Martins Collage of Art í London og diplomu frá Kennaraháskólanum.

Hún hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Stundað kennslu við grunnskóla og Myndlistarskóla Kópavogs, unnið við grafíska hönnun og rekið auglýsingastofu, einnig gert upp nokkur hundruð ára hús í Frakklandi.

Rekið nokkur gallerí og var m.a. einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Hún tók einnig þátt í stofnun Hagsmunafélags myndlistarmanna sem var undanfari Sambands íslenskra myndlistarmanna ásamt stofnun SÍM.

Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur segir m.a. um verk Margrétar: „Óhætt er að segja að viðhorf Margrétar Jónsdóttur til myndlistar hafi sjaldan rúmast innan ráðandi sjónarmiða í hérlendu myndlistarumhverfi til þess er henni einfaldlega of mikið niðri fyrir. Með tjáningu þessara viðhorfa hefur hún iðulega staðið berskjölduð og fullkomlega tillitslaus ­ og jafnframt fullkomlega heiðarleg - gagnvart sjálfri sér og áhorfendum.“