Notandi:Kristrunasta/sandbox

Ayurveda breyta

Ayurveda læknisfræðin er upprunnin á Indlandi og er nokkur þúsund ára gömul. Nafnið er komið úr Sanskrít[[1]] og er samsett af orðunum ,,ayur“ sem þýðir ,,líf“ og ,,veda“ sem þýðir ,,vísindi eða þekking“. Hugtakið ,,ayu“ felur í sér fjóra undirstöðuþætti, eða samþættingu hugar, líkama, tilfinninga og sálar. Ayurveda er heildrænt indverskt lækningakerfi með það að markmiði að veita leiðsögn varðandi mataræði og lífsstíl svo þeir heilbrigðu geti áfram verið heilbrigðir og þeir sem eiga við heilsufarsvandamál að stríða geti bætt líðan sína. Þetta er margbrotið kerfi sem á rætur að rekja til Indlands og er mörg þúsund ára gamalt. Til eru sögulegar heimildir um kerfið í fornum ritum sem kölluð eru einu nafni Veda ritin. Í einu þeirra, Rig Veda sem er talin rituð fyrir meira en 6 þúsund árum, er að finna yfir 60 þúsund lækningaaðferðir við hinum ýmsu sjúkdómum og kvillum. Ayurveda fræðin eru samt talin vera mun eldri og það er ekki litið á þau eingöngu sem lækningakerfi, heldur sem ,,vísindi lífsins“. Við erum öll hluti af alheiminum og eins og dýr og plöntur eigum við að lúta lögmálum alheimsins. Meðferð; Það eru að verki fimm kraftar í einstaklingnum [[,,prakriti“]] sem eru þeir sömu og í náttúrunni; eter, loft, vatn, eldur, vatn og jörð. Vissir kraftar eru taldir geta komið á jafnvægi í einstaklingnum og það er jafnvægi þeirra sem stuðlar að góðri heilsu. Síðan eru þættir sem hafa lífeðlisfræðileg áhrif á þessa frumkrafta, Vata, Pitta og Kapha Dosha. Eter og loft eru frumkraftar í Vata dosha, eldur og vatn eru frumkraftar í Pitta dosha og vatn og jörð frumkraftar í Kapha dosha. Meðferð er sérsniðin að hverjum og einum. Þegar einstaklingur kemur í meðferð er byrjað á algjörri hreinsun, eða nokkurskonar Detox meðferð. Meðferðaraðilinn skoðar einstaklinginn hátt og lágt; tungu, tennur, augu o.s.f.r.v. og spurt er um mataræði og almennar lífsvenjur. Yfirleitt þarf sjúklingurinn að taka virkan þátt í lækningaferlinu því hann þarf oft að breyta daglegum venjum sínum umtalsvert, hugleiðsla er einnig mikið stunduð meðan á ferlinu stendur. Ayurveda læknisfræðin er töluvert umdeild og þykir mörgum vestrænum vísindamönnum mikið skorta á vísindalegar sannanir. Í USA er hún flokkuð sem ,,mögulegur“ lækningakostur.Til dæmis hefur fundist blý, arsenik og kvikasilfur í meðalablöndum, en meðferðin byggist mest upp á jurta og kryddblöndum.