Notandi:Komars~iswiki/sandbox

Kristín Þorvaldsdóttir (14. janúar 1870-20. júní 1944), stundum nefnd Jónsson, var málari og ein af fyrstu Íslendingunum sem menntaði sig í málaralist, fyrst í Kaupmannahöfn og fór svo til framhaldsnáms í Þýskalandi. Hún ferðaðist vítt og breitt um Evrópu á fyrstu áratugum tuttugustu aldar og bjó lengi í Kaupmannahöfn. Kristín Þorvaldsdóttir ólst upp á Ísafirði, dóttir Þórunnar Jónsdóttur og Þorvaldar Jónssonar læknis þar í bæ. Afi hennar var Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóðólfs. Í Reykjavík stofnaði hún listmunaverslun við Kirkjustræti 4.