Notandi:Kjartanhn/sandbox

Þessi grein er enn í drögum, hér geturðu unnið áfram í greininni. Eftir að hafa vistað breytingar geturðu ýtt hér til að flytja greinina á réttan titil. Þú getur beðið um hjálp með hvað sem er á spjallsíðu greinarinnar.

Milliríkjanefnd Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change eða IPCC) er alþjóðleg milliríkjanefnd sem hefur það hlutverk að taka saman vísinda-, tækni-, félags- og efnahagslegar upplýsingar um grundvöll þekkingar á loftslagsbreytingum af mannavöldum og miðla þeim til ríkisstjórna og annarra stefnumótenda..[1][2]

Nefndin var stofnuð árið 1988 af tveimur vísindastofnunum Sameinuðu Þjóðanna, []Alþjóðaveðurfræðistofnunin|Alþjóðaveðurfræðistofnuninni]] og Umhverfismálaskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna. Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna studdi stofnun nefndarinnar sama ár með ályktun 43/53.[3]

Meginhlutverk IPCC er að vinna úttektir sem fjalla um vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum af mannavöldum, um afleiðingar þessara breytinga og um aðlögun og viðbrögð til þess að sporna við þeim. IPCC stundar hvorki rannsóknir né eftirlit með veðurfari, heldur byggja samantektir nefndarinnar fyrst og fremst á greinum sem birtar hafa verið í ritrýndum tímaritum.[4] Rammasamningur Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar byggir á úttektum IPCC.[5]

IPCC hefur birt fimm yfirgripsmiklar úttektir þar sem tekið er tillit til nýjustu rannsókna í hvert skipti. Fyrsta úttekt IPCC var birt árið 1990. Önnur úttekt IPCC leit dagsins ljós árið 1995, sú þriðja árið 2001, fjórða árið 2007 og fimmta og nýjasta árið 2014. Hundruð vísindamanna taka þátt í úttektarvinnunni og gera það í sjálfboðavinnu og án greiðslu frá IPCC.[6][7], tekið af vefsvæði IPCC 20.4.2015.

IPCC hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2007 ásamt Al Gore.[8]

Heimildir