Notandi:Jónakarls/sandbox

A chart of CC symbols

Opin afnotaleyfi

breyta

Opin afnotaleyfi gefa ekki alveg frjálsa meðhöndlun á efni eins og margur myndi halda. Það eru ákveðin höfundarréttarlög sem fara verður eftir þegar unnið er með efni. Fara verður að lögum og til dæmis verður ákveðinn árafjöldi að líða frá andláti höfundar áður en hægt er að fara frjálsum höndum um efnið sem vinna á með.

Alþjóðleg afnotaleyfi Creative Commons CC 4.0 auðvelda höfundum að deila höfundaréttinum og eru uppfærð og endurskoðuð á nokkurra ára fresti. Afnotaleyfi Creative Commons er lagalega gefið upp á þrjá vegu. Í fyrsta lagi með myndum eða táknum sem eru einföld, læsileg og gefa vel til kynna þau afnot sem leyfið veitir. Í öðru lagi eru notaðir löglegir kóðar, smáletur sem tryggir leyfi sem eru viðurkennd fyrir dómslögum og í þriðja lagi stafræn númer sem eru læsileg leitarvélum. Þeir möguleikar sem afnotaleyfi CC eru byggð á eru fjórir og hefur hver sína táknmynd sem raðast upp á sex mismunandi vegu sem ákvarðast af því hvernig leyfi höfundurinn gefur á meðhöndlun verka sinna. Möguleikarnir eru BY- Attribution þar sem krafa er gerð um að höfundar sé getið. NC - Noncommercial þar sem ekki má hafa fjárhagslegan ávinning af efninu. ND – Noderivatives þar sem engin afleidd verk má búa til út frá því og að lokum SA – Share alike þar sem höfundarétturinn deilist áfram.

Heimildir:

breyta
  • Butcher, N. (2015). A basic guide to open educational resources (OER). Commonwealth of Learning, Vancouver and UNESCO.