Notandi:Gunnarbb/sandbox

Örlyndi(Mania)

breyta

Hvað er örlyndi?

breyta

Örlyndi er truflun á geðslagi sem lýsir sér þannig að sjúklingurinn er óeðlilega "hátt uppi".

Algengustu einkenni örlyndis

breyta
  • Mikil virkni, umsvif og framtakssemi, t.d. í vinnu eða í kynlífi.
  • Sjúklingurinn talar meira en venjulega og hefur mikið ýmindunarafl
  • Sjálfsskynjun örvast og getur komið fram sem óeðlileg bjartsýni
  • Svefnþörfin verður minni en venjulega
  • Lítil einbeiting, ístöðuleysi og einstaklingurinn verður truflandi í framkomu.
  • Minni dómgreind og hugarfar litast af mikilmennsku.
  • Eirðarleysi og pirringur

Nánari útlistun á einkennum

breyta

Sjúklingur með örlyndi verður virkari. Hann bætir við sig vinnu, finnst hann vera sérlega vel upplagður og upphugsar margt nýtt og framkvæmir strax. Umsvifin aukast statt og stöðugt en hugmyndirnar einkennast meira og meira af mikilmennskuhugmyndum og órum sem hann hefur ekki burði til að framkvæma eða klára. Algengt er að fólk með örlyndi sé stöðugt að hringja í vinnufélaga, ættingja eða vini til að segja frá einhverjum nýjum hugmyndum sem þeim finnst stórkostlegar, þetta getur jafnvel gerst um miðja nótt. Þegar einstaklingur veikist af örlyndi, þá skerðist innsæið og dómgreindin svo sjúklingurinn getur ekki séð fyrir afleiðingar gjörða sinna. Þetta getur orðið til þess að hann taki slæmar ákvarðanir og eyði miklum peningum í eitthvað sem hann hvorki vantar né hefur efni á. Hann talar mjög mikið og er í raun óðamála og getur stundum sagt skemmtilegar sögur og reytt af sér brandara. Hann tekur því oft mjög illa þegar fólk andmælir honum í þessu ástandi og getur orðið bálreiður. Þeir sem veikjast af örlyndi þjást oft af svefnleysi, því þeir skynja ekki þörfina til að sofa og þeir eru oft með fulla virkni um miðja nótt og geta jafnvel haldið vöku fyrir öðrum. [1]

Tilvísanir

breyta
  1. Bæklingur um geðhvörf [[1]]

Tenglar

breyta

Vísindavefurinn - Hvernig lýsir það sér að vera með oflæti eða maníu?