Þegar að Alexis de Tocqueville heimsótti Bandaríkin árið 1831, var hann sleginn af tilhneigingu Bandaríkjamanna til þess að mynda óformlega hópa til að takast á við félagsleg vandamál; það sem Evrópumenn létu stjórnvöldum eftir, var einkageiranum látin eftir í Bandaríkjunum. Þessi samanburður á enn við í dag. Þegar skoðaður var listi yfir sjálfboðaliða samtök sem m.a. veittu félagsþjónustu fyrir eldri borgara, voru Bandarískir svarendur könnunar World Values Survey mun líklegri, allt að tvisvar til þrisvar sinnum, til að vera þátttakendur í slíkum samtökum; hinsvegar voru Bandarísku samtökin mun meira háð frjálsum framlögum – og einnig mun verr fjármögnuð. Tocqueville tók einnig eftir mikilvæki trúarinnar í bandarísku líferni, en hann sýndi líka hvað Bandaríska prestastéttin var fálát frá veraldlegum málefnum (Tocqueville 1956 (1834): 154). Bandaríkjamenn eru ótrúlega trúrækin þjóð samanborið við Evrópumenn, hvort sem mælt er í kirkjurækni, viðurkenndri trú á Guð, eða bænum utan hefðbundnra aðstæðna. Hins vegar, hinn mikli aðskilnaður ríkis og kirkju sem Tocqueville fagnaði einkennir Bandaríkin ekki lengur frá Evrópu. Reyndar er hið gagnstæða orðið að veruleika. Meira en þrefalt fleiri bandaríkjamenn telja að stjórnmálamenn sem ekki trúa á Guð séu óhæfir til að gegna opinberum embættum, og tvöfalt fleiri eru ósammála því að trúarleiðtogar ættu ekki að hafa áhrif á það hvernig fólk kýs í kosningum og að þeir ættu ekki að hafa áhrif á ákvarðanir ríkisstjórnarinnar. Bandaríska prestastéttin er orðin mun meir og djúpt tengd í stjórnmál, frá leiðtogum borgaralegu réttinda hreyfingunni til skipulagningar his siðferðislega meirihluta. Reyndar, minnir þetta smá á hina evrópsku kaþólsku kirkju fyrir 50-100 árum síðan, sumir Bandarískir biskupar hafa hótað að neita að veita sakramenti til stjórnmálamanna , eða jafnvel stuðningsmönnum stjórnmálamanna sem styðja „pro-choice“ hreyfinguna í fórstureyðingar umræðunni.