Notandi:Glupakkur/sandkassi
Kumquat
breytaKumquat | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Kumquat ávextir
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Citrus japonica (Thunb.) |
Kumquat er ávöxtur sítrustrésins Citrus japonica. Þetta er ekki mjög stórt ávaxtatré sem er talið að hafa komið frá Kína. Upprunalega var ávöxturinn flokkður undir Fortunella ættkvíslinum en þessi ættkvísl er ekki lengur til og tegundin var færð undir sítrus.[1] [2]
Uppruni
breytaKumquat tréð er upprunalega frá suður Asíu og fyrstu skrár um ávöxtin finnast í bókmenntum frá kína, sem voru skrifaðar í kringum 12. öldina. Trén hafa tekið upp stofn í Indlandi, Japan, Taiwan, Filippseyjum og Suður-Asíu. Tegundin var svo tekin til Evrópu árið 1846 og stuttu seinna til Norður-Ameríku. Kumquat tré eru sígræn, hægvaxta tré sem verða 2,4-4,5 metra há. Greinarnar eru ljósgrænar á meðan þer eru ungar og verða brúnar með aldri. Laufin eru einföld að lögun og líkjast öðrum sítrusarlaufblöðum. Þau eru dökkgræn með glans að ofan en eru ljósgræn að neðan. laufin eru um 3,25-8,6 centímetrar í lengd með fína gadda frá enda laufblaðsins fram að miðju.[3] [4]
Blóm kumquatstrjánna eru lítil, hvít blóm með fimm krónublöð. Blómin geta verið stök eða í hópum með allt að fimm blómum saman.
Undirtegundir
breytaHringlaga kumquat
breytaHringlaga kumquat, líka kallað marumi, var fyrst lýst 1784. hún kom til Flórida frá Japan árið 1885. Ávöxturinn er hringlaga og verður um 3,2 cm. í lengd. Hver ávöxtur hefur 1-3 fræ sem eru minni en fræ frá nagami ávextinum. Tréð er mjög líkt nagami stofninum en hefur gadda, minni lauf og getur staðist kalt veður miklu betur.[5]
Óvallaga kumkuat
breytaÓvallaga kumquat, líka kallað nagami kom frá kína til London árið 1846 með Robert Fortune. Plantan ver sögð hafa fundist í Norður Ameríku 1850. Þá kom hún til Flórida frá Japan árið 1885. Ávöxturinn er óvallaga, upp að 4,5 cm. langir og 3 cm. breiðir. Ávöxturinn hefur 2-5 fræ og er í blóma frá októmber til janúar. Trén gefa frá sér 3.000 til 3.500 ávexti eftir hvert blómgunarskeið. Þetta er algengasta tegundin af kumquat í Bandaríkjunum og til matarræktunar.[6]
Jinagsu kumquat
breytaJiangsu kumquat eru líka ætir ávextir. Ávextirnir eru hringlaga eð bjöllulaga og verða appelsínugulir þegar þeir eru tilbúnir til áts. Þessi stofn er léttilega aðgreindur frá öðrum kumquatsstofnum þökk sé hringlaga laufblöðum þeirra, sem finnast ekki á öðrum kumkquattrjám. Ólíkt hrinlaga kumquat getur þessi stofn ekki lifað af í frosti.[7]
Veðurfar
breytaÓvallaga kumquattré geta staðist mikið frost, þó svo að tegundin hafi það miklu betur á hærri hitastigum. Á sumrin þurfa trén hitastig við 26.67º-37.78º C. Þau geta samt staðist frost í allt að -12 gráður. Þetta gerir Kumquat að einhverjum harðgerðasta sítrusinum sem finnst.[8] [9]
tilvísanir
breyta- ↑ http://www.theplantlist.org/tpl1.1/record/kew-2724150
- ↑ Morton, J, „Fruits of warm climates“, 30. nóvember 2018
- ↑ Morton, J, „Fruits of warm climates“, 30. nóvember 2018
- ↑ https://www.rhs.org.uk/Plants/83394/i-Citrus-japonica-i-(F)/Details], 30. nóvember 2018
- ↑ Morton, J, „Fruits of warm climates“, 30. nóvember 2018
- ↑ Morton, J, „Fruits of warm climates“, 30. nóvember 2018
- ↑ Morton, J, „Fruits of warm climates“, 30. nóvember 2018
- ↑ Wikipedia Cold-hardy citrus, sótt 30 nóvember 2018
- ↑ Morton, J, „Fruits of warm climates“, 30. nóvember 2018