Notandi:Eskja/Drög:Neyslusamfélag

Þessi grein er enn í drögum, hér geturðu unnið áfram í greininni. Eftir að hafa vistað breytingar geturðu ýtt hér til að flytja greinina á réttan titil. Þú getur beðið um hjálp með hvað sem er á spjallsíðu greinarinnar.

Hvað er neyslusamfélag? Hvaða þættir þurfa að vera til staðar í samfélagi manna svo hægt sé að tala um neyslusamfélag? Samkvæmt ensku orðabók Cambridge er þýðingin á orðinu consumer society "a ​society in which ​people often ​buy new ​goods, ​especially ​goods that they do not need, and in which a high ​value is ​placed on ​owning many things" eða samfélag þar sem eftirsóknarvert þyki að eiga sem flestar hluti og til þess kaupi fólk í miklum mæli nýjar vörur, sérstaklega vörur sem falla utan við hugtakið nauðþurftir.

Upphaf og þróun Ekki eru allir fræðimenn á einu máli um upphaf neyslusamfélagsins en jafnan er talað um að gullaldarskeið þess hafi hafist eftir seinni heimstyrjöldina. Flestir fræðimenn eru þó á eitt sáttir um að iðnbyltingin, sem hófst um miðja 18. öld í Bretlandi spili stóra rullu í þróun neyslusamfélaga. Með aukinni framleiðslugetu og stækkandi milli-og verkamannastétt urðu til aðstæður, bæði tími og aukinn kaupmáttur til aukinnar vöruneyslu. Í bók sinni An All-Consuming Century telur, sagnfræðingurinn Gary Cross, að neyslusamfélög séu afsprengi neysluhyggju eða consumerism og að af öllum -ismum 20. aldarinnar hafi neysluhyggjan orðið ofan á í fjöldamenningunni. Enn fremur að neysluhyggjan eigi beina tilvísun í þær stjórnmálaskoðanir sem efstar voru á baugi í Bandaríkjunum, það er frelsi einstaklingsins og lýðræði. Það að geta keypt vörur hafi á einhvern hátt ýtt undir hugmyndir manna um sérkenni einstaklingsins og frelsi til að móta ásýnd sína í fjöldasamfélagi 20. aldar. Þannig væri neyslusamfélagið frelsandi og minnkaði muninn á milli stétta því minna efnað fólk gæti í meira mæli keypt ódýrari fjöldaframleiddar eftirlíkingar munaðarvarnings sem áður hefði aðeins verið á færi yfirstéttarinnar að eignast.

Tengsl Kapítalisma og neyslusamfélagsins

Gagnrýni á neyslumenningu og neyslusamfélög nútímans

Að neyslusamfélagið sé óumhverfisvænt og ef áfram heldur sem horfir munu neytendur þurrausa jörðina af auðlindum hennar.

Að neysluhyggjan skapi falskar langanir og falska vellíðan. Neyslufíkn. Samskiptaleysi og sinnuleysi um það sem skiptir máli...ofl.

Neyslufíkn

Neyslusamfélagið og neyslan hefur búið til allskonar gervi þarfir fyrir fólk.  Margir upplifa þá tilfinningu að það gjörsamlega verði að eignast nýjustu vörurnar. Neyslufíkn er þegar einhver er háður því að eignast allskonar nýja hluti. Þeir sem eru haldnir neyslufíkn átta sig ekki endilega á því, en þessi fíkn getur haft ýmsar mismunandi byrtingarmyndir, alveg frá því að safna hlutum og eiga erfitt með að losa sig við gamla hluti, finna fyrir þörf fyrir að kaupa nýjar og nýjar vörur, finna fyrir þörf og þrýsting frá samfélaginu fyrir að þurfa alltaf að vera í nýjustu tísku, eiga nýjustu hönnunarvörurnar eða nýjustu og dýrustu tegund af farsíma og/eða fartölvu eða öðru raftæki. Það eitt að kaupa nýjar vörur veitir þeim einskonar vímu á vissan hátt, en á sama tíma þá finnst þeim vanta eitthvað meira.  Ef ekkert nýtt hefur verið keypt í ákveðinn tíma þá getur það valdið tómleika tilfinningu hjá einstaklinginum. Neyslufíklar eiga oft í erfileikum með að aðgreina sjálfan sig frá hlutunum sem þeir eiga vegna þess að neyslusamfélagið í dag ýtir undir það að fólk skilgreini sjálft sig út frá því sem þau eiga.  

Tenglar

"Neyslusamfélagið og nútíminn" útvarpsþættir í umsjá Magnúsar Sveins Helgasonar

CONSUMPTION, CONSUMER CULTURE AND CONSUMER SOCIETY eftir Aytekin FIRAT, Kemal Y. KUTUCUOĞLU, IĶıl ARIKAN SALTIK og Özgür TUNÇEL