Notandi:Einar Loki/sandbox
Eftirhermukolkrabbi | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Thaumoctopus mimicus Norman & Hochberg, 2005[1] | ||||||||||||||
[[image:|frameless|]] |
Eftirhermukolkrabbi (fræðiheiti: Thaumoctopus mimicus) er lindýr af ættinni kolkrabbaætt. Eftirhermukolkrabbar eru venjulega smávaxnir og verða vanalega bara 60cm á legnd með brúnar og hvítar línur eða doppa, líkamslitur þeirra er þó meira fölbrúnn eða drapplitaður þegar þeir eru í hvíldarstöðu. Armar þeirra eru vanalega um 25cm að lengd og ekki þykkri en blýantur. Eftirhermukolkrabbinn hefur 8 arma, möttul með 3 hjörtu og öðrum líffærum eins og sograna til þess að þeyta sér áfram. Armarnir hafa tvær raðir af sogskálum, allar sogskálarnar hafa snertiskynjara auk þess sem þeir finna fyrir efna áreiti. Þetta gerir kolkrabbanum kleift að bragða og finna fyrir bráð sinni áður en hann borðar hana. Þrátt fyrir það að kolkrabbinn sé með stóran heila hefur hann ekki heyrnaskyn. Til að þekkja einn kolkrabba frá öðrum þarf maður að vita eftir hverju maður á að leita hvað varðar lit og stærð dýrsins og þar sem kafarar eru svo spenntir fyrir því að segjast hafa séð eftirhermukolkrabbann geta þeir oft verið misteknir sem önnur tegund, oftast er það, Wunderpus photogenicus, þar sem þeir eru svipaðir að lögun, stærð og lit auk þess sem þeir lifa báðir í svipuðu umhverfi. Vanur kafari mun þó taka eftir því að eftirhermukolkrabbinn hefur ekki hvíta depla sem breytast ekkert þegar kolkrabbinn er rólegur eða spenntur. Talið er að eftirhermukolkrabbinn hafi ekki verið opinberlega uppgvötaður fyrr en 1998 við strendur Indónesíu. [2]
Heimkynni
breytaEftirhermukolkrabbinn virðist vera takmarkaður við Indónesíu og Malasíu en því meira sem kafarar skoða svæðið gæti það verið að kolkrabbarnir séu útbreiddari en áður var haldið og gætu fundist í leirkenndum ármynnum annarstaðar. Eftirhermukolkrabbinn vill helst vera í frekar grunnu vatni, vanalega ekki dýpra en 15m, þar sem er annaðhvort sandur eða önnur efni líkt sandinum og eru þeir því oft fundir í ármynnum. Það sem er ólíkt við heimkynni eftirhermukolkrabba og annarra kolkrabba er að svæðið þar sem þeir lifa er ekki þakið felustöðum. Þrátt fyrir þetta fer kolkrabbinn í fæðuleit í ljósi dagssins sem gerir þetta óeitraða lindýr að aðal skotmark fyrir rándýr. Kolkrabbinn þrífts þó klárlega í þessu umhverfi og trúa margir því að hugrekki kolkrabbans sé bara vegna hæfileika hanns til þess að herna eftir öðrum dýrum.
Hermihæfileikar
breytaEftierhermukolkrabbinn getur hermt eftir mörgum mismunandi dýrum sem að hjálpa honum í mismunandi aðstæðum. Kolkrabbinn getur t.d. hermt eftir ljónfiskum, sjávarslöngvum og flatfiskum. Þeir herma eftir ljónfiskum til þess að
Fæðuöflun
breytaEftirhermukolkrabbinn læðist annað hvort á eftir bráð sinni eða svífa yfir sandbotninn í leit að fæðu, stinga örmum sínum ofan í holur í leit að litlum krabbadýrum eða fiskum og nota sogskálarnar síðan til að halda í bráðina og færa hana í munn kolkrabbans.
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Norman, M.D.; and Hochberg, F.G. (2005). The "mimic Octopus" (Thaumoctopus mimicus n. gen. et sp.), a new octopus from the tropical Indo-West Pacific (Cephalopoda: Octopodidae). Molluscan Research 25: 57–70.
- ↑ Dive the world. (án ártals). Diving with mimic octopus. Sótt af http://www.dive-the-world.com/.