Notandi:AlexanderGunnar/sandbox

Dómsdagsaðferðin (eða Dómsdagsreglan, e. Doomsday rule eða Doomsday algorithm) er aðferð sem notuð er til að reikna í huganum á hvaða vikudag tiltekinn dagur fellur. Aðferðin var þróuð af enska stærðfræðingnum John Conway undir áhrifum frá vinnu Lewis Carrol á sama sviði.Aðferðin byggist á því að leggja á minnið nokkrar auðmundar dagsetningar sem ber alltaf upp á sama vikudag hvert ár (þ.e. dómsdaginn). Algengt er að notast við eftirfarandi viðmiðunardagaMánuðurViðmiðunardagurAnnað form (DD/MM)MinnisaðferðJanúar3. janúar (hefðbundin ár), 4. janúar (hlaupár)3/1 eða 4/13. janúar í 3 ár í röð, en síðan 4. janúar 4. áriðFebrúar28. febrúar (hefðbundin ár), 29. febrúar (hlaupár)28/2 eða 29/2síðasti dagur febrúarmánaðarMars-Apríl4. apríl4/44/4, 6/6, 8/8, 10/10, 12/12Maí9. maí9/5,,Ég vinn frá 9-5 í 7-11"Júní6. júní6/64/4, 6/6, 8/8, 10/10, 12/12Júlí11. júlí11/7,,Ég vinn frá 9-5 í 7-11"Ágúst8. ágúst8/84/4, 6/6, 8/8, 10/10, 12/12September5. september5/9,,Ég vinn frá 9-5 í 7-11"Október10. október10/104/4, 6/6, 8/8, 10/10, 12/12Nóvember7. nóvember7/11,,Ég vinn frá 9-5 í 7-11"Desember12. desember12/124/4, 6/6, 8/8, 10/10, 12/12Athyglisvert er að í öllum sléttu mánuðunum (að febrúar undanskildum) má notast við dagsetningarnar þar sem mánaðardagurinn er sá sami og númer mánaðarins (4/4, 6/6, 8/8, 10/10, 12/12). en algengt er að leggja dagana 5/9, 9/5, 7/11 og 11/7 með minnisþulunni ,,Ég ?vinn frá 9 til 5 í 7-11" en 7-Eleven er alþjóðleg verslunarkeðja.Auðvelt er að sannreyna þetta með því að athuga að fjöldi þeirra daga sem líða á milli ofangreindra dagsetninga gengur í öllum tilfellum upp í sjö. Til að mynda líða 35 dagar frá 4. apríl til 9. maí en það eru fimm heilar vikur, þar eð 5x7=35. Notast verður við ólíkar dagsetningar í janúar og febrúar eftir því hvort árið er hlaupár eða ekki þar eð hlaupársdagur hliðrar almanakinu um einn dag og eykur þannig dagafjöldann á milli tveggja dagsetninga sem eru hvor sínum megin við mánaðamótin (febrúar-mars).Almennir útreikningarAlmennri leið til að finna vikudag dagsetningar (án þess að dómsdagur sé þekktur fyrirfram) má skipta í þrjú skrefGrunndómsdagur aldarinnar fundinn út Dómsdagur ársins fundinn út frá þvíVikudagur fundinn út frá nálægasta dómsdegi (sbr. að ofan)Grunndómsdagur aldarinnarTil að geta fundið út dómsdag hvaða árs sem er, er nauðsynlegt að geta miðað við dómsdag einhvers tiltekins árs. Hentugt er að nota til þess aldamótaárin.Gregoríanska tímatalið hefur 400 ára lotu, sem samanstendur af 97 hlaupárum en 303 hefðbundum árum, alls 146097 dagar eða nákvæmlega 20871 heil vika. Grunndómsdagar hverrar aldar endurtaka sig því á fjögurra alda fresti.Aldamótaár...-1200-800-4000400800120016002000...-1100-700-300100500900130017002100......-1000-600-2002006001000140018002200......-900-500-1003007001100150019002300...DómsdagurÞriðjudagurSunnudagurFöstudagurMiðvikudagurÚtreikningar, sé dómsdagur þekkturEf dómsdagur tiltekins árs liggur fyrir má auðveldlega finna út vikudag hvaða dags þessa árs með því að finna nálægasta viðmiðunardag og telja vikudagana þaðan frá. Þeim dagafjölda er síðan deilt með sjö, til að finna hve margar heilar vikur líða á milli, en afgangurinn segir til um hve margir vikudagar eru á milli. Þá er gagnlegt að hugsa um vikudagana sem tölur frá 1-7, t.d. 1. mánudagur, 2. þriðjudagur, 3. miðvikudagur, o.s.frv.DæmiÁrið 2015 er laugardagur dómsdagur. Ef reikna á út á hvaða vikudag lýðveldisdagurinn 17. júní bar upp þetta árið þarf að athuga að nálægasti dómsdagur er 6. júní (6/6). Dagafjöldinn frá 6. júní til 17. júní er 11. Þegar deilt er með 7 í 11 fæst afgangurinn 4 (því 11=1*7+4) þannig að ljóst er að ein vika er á milli daganna, og fjórir dagar til viðbótar. 17. júní 2015 bar því upp fjórum dögum eftir dómsdag, þ.e. á miðvikudag.