Nesklúbburinn
Nesklúbburinn (NK) er golfklúbbur með rúmlega 600 meðlimi á Seltjarnarnesi. Klúbburinn var stofnaður árið 1964 og hefur völlur klúbbsins verið staðsettur á Suðurnesi allt frá upphafi. Vellinum sjálfum var síðast breytt árið 1994, þegar 3 nýjar holur voru teknar í notkun. Sigursælustu kylfingar NK frá upphafi eru Jón Haukur Guðlaugsson, Ólafur Björn Loftsson og Loftur Ólafsson, en feðgarnir Loftur og Ólafur eru einu Íslandsmeistarar Nesklúbbsins. Báðir unnu þeir titilinn í Grafarholti og báðir á svipaðan hátt, með því að vinna upp forskot andstæðingsins á síðustu holum mótsins. Loftur vann sinn titil 1972 en Ólafur 2009.
Klúbbmeistarar NK
breytaÁr | Nafn |
---|---|
2010 | Nökkvi Gunnarsson |
2009 | Ólafur Björn Loftsson |
2008 | Ólafur Björn Loftsson |
2007 | Ólafur Björn Loftsson |
2006 | Ólafur Björn Loftsson |
2005 | Ólafur Björn Loftsson |
2004 | Ólafur Björn Loftsson |
2003 | Vilhjálmur Árni Ingibergsson |
2002 | Haukur Óskarsson |
2001 | Styrmir Guðmundsson |
2000 | Rúnar Geir Gunnarsson |
1999 | Vilhjálmur Árni Ingibergsson |
1998 | Vilhjálmur Árni Ingibergsson |
1997 | Ingólfur Pálsson |
1996 | Rúnar Geir Gunnarsson |
1995 | Rúnar Geir Gunnarsson |
1994 | Rúnar Geir Gunnarsson |
1993 | Vilhjálmur Árni Ingibergsson |
1992 | |
1991 | |
1990 | Jóhann Reynisson |
1989 | |
1988 | |
1987 | Hörður Felix Harðarson |
Klúbbmeistarar Í holukeppni
breytaÁr | Nafn |
---|---|
2010 | Steinn Baugur Gunnarsson |
2009 | Guðmundur Örn Árnason |
2008 | Ólafur Björn Loftsson |
2007 | Ólafur Björn Loftsson |
2006 | Rúnar Geir Gunnarsson |