Nesbraut eða þjóðvegur 49 er vegur sem liggur um Ísland. Vegurinn liggur út frá þjóðvegi 1 við gatnamót Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar og liggur til vesturs í gegnum Reykjavíkurborg og Seltjarnarnes. Leiðin er þekktari undir þeim nöfnum sem hún ber í gatnakerfi Reykjavíkur og Seltjarnarness en þau eru (frá austri til vesturs): Vesturlandsvegur, Miklabraut, Hringbraut, Eiðsgrandi og Suðurströnd.