Nautadauðavetur
Nautadauðavetur eða Nautadauðsvetur var heiti sem haft var um harðindavetur sem var á Íslandi árið 1187 (1185 samkvæmt Resensannál).
Að því er segir í Prestssögu Guðmundar Arasonar var veturinn kallaður fellivetur og sumarið var svo grasleysissumar og ekkert skip kom frá Noregi til Íslands.