Sjálfsþurftarbúskapur

(Endurbeint frá Nauðþurftarbúskapur)

Sjálfsþurftarbúskapur er það nefnt þegar hvert heimili, bóndabær eða sveitaþorp er sjálfu sér nægt að flestu leyti varðandi framleiðslu á matvælum og öðrum nauðþurftum. Fjölskyldan er oft efnahagsleg kjarnaeining og framleiðir flest allt það sem hún þarfnast fyrir sjálfa sig en framleiðir lítið umfram það. Markaðsstarfsemi er afar takmörkuð í samfélögum sem einkennast af sjálfsþurftarbúskap og þá einkum í formi skiptiverslunar. Peningar og aðrir gjaldmiðlar er óþekktir eða til lítilla nota.

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.