Napóleonsskjölin

Napóleonsskjölin er þriðja bók Arnaldar Indriðasonar. Hún kom út árið 1999.

Hún er ein af stöku bókum Arnaldar, (ásamt Bettý, Myrkrið veit & Konungsbók) og tilheyrir hvorki seríunni um Erlend & Sigurð Óla né Flóvent & Thorsson og engar sögupersónur eru sameiginlegar öðrum bóka hans.

Aðalsögupersónan er Kristín lögfræðingur í Utanríkisráðuneytinu. Þegar bandaríski herinn grefur upp gamla flugvél (hvers innihald er háleynileg napóleonsskjölin) liggur þeim á að halda aðgerðinni leyndri. Eftir símtal frá bróður sínum sem er við vetraræfingar uppi á jöklinum fær hún senda á sig flugumenn frá hernum og viðtekur eltingarleikur.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.