Naglalakk
Naglalakk er lakk sem borið er á fingurneglur eða táneglur til skreytingar og varnar. Formúlan hefur verið endurskoðuð ítrekað til að auka skreytingareiginleika hennar, vera öruggari fyrir neytendur í notkun og til að halda í skefjum sprungur eða flögnun. Naglalakk samanstendur af blöndu af lífrænni fjölliðu og nokkrum öðrum hlutum sem gefa því liti og áferð. Naglalökk eru til í öllum litatónum og spila stóran þátt í hand- og fótsnyrtingu.