Nafnorð í þýsku

Nafnorð í þýsku hafa þau séreinkenni að byrja alltaf á hástaf, hvort sem þau eru sérnöfn eða ekki. Þetta er samkvæmt "Rechtschreibereform" en áður var mjög mismunandi hvaða nafnorð hófust á stórum staf og hver ekki. Eins og í íslensku, þá fallbeygjast þau en hins vegar er greinirinn ekki viðskeyttur í fallbeygingu.

Kyn nafnorða (Genus der Substantive, Geschlecht der Hauptwörter) eru ekki alltaf þau sömu og í íslensku og getur reynst erfitt að læra þau, en það eru samt ákveðin grunnatriði sem hægt er að miða við.

Karlkyn:

  • Merkir einhvern í karlkyni eins og frændi (Verwandter, Onkel, Vetter, Neffe), faðir (Vater), bróðir (Bruder).
  • Endar á -er og táknar geranda.
  • Endar á -ig, -ich og -ing.
  • Mörg nafnorð sem eru leidd af stofni sagnorða og eru án endingar.


Kvenkyn:

  • Merkir einhvern í kvenkyni eins og frænka (Verwandte, Tante, Kusine, Nichte), móðir (Mutter), systir (Schwester). Samt ekki Fräulein (ungfrú) eða Mädchen (stúlka).
  • Mörg nafnorð sem enda á -e.
  • Endar á -heit, -keit, -schaft, -tät, -ung og -in.

Hvorugkyn:

  • Endar á -lein eða -chen.
  • Nafnhættir sagnorða notaðir óbreyttir sem nafnorð.

Þegar um er að ræða samsett orð, þá er það síðasta orðið sem ræður kyni.

Fallbeyging

breyta

Fallbeyging í þýsku er nokkurn veginn eins og í íslensku, nema að greinirinn er ekki hafður viðskeyttur, heldur er í sér orði. Sjá „Greinir í þýsku“ fyrir nánari upplýsingar um greininn. Nafnorðið er óbreytt í gegnum fallbeygingu nema í eignarfalli í eintölu karlkyni og hvorugkyni og síðan þágufalli fleirtölu.

Nafnorð í eignarfalli eintölu bæta við sig annað hvort -es eða -s. Nafnorð í þágufalli fleirtölu bæta alltaf við sig -n.

Eintala
Fall Karlkyn Kvenkyn Hvorugkyn
nefnifall der Vater die Mutter das Kind
þolfall den Vater die Mutter das Kind
þágufall dem Vater der Mutter dem Kind
eignarfall des Vaters der Mutter des Kindes

Kenniföll nafnorða eru nefnifall eintölu, eignarfall eintölu og nefnifall fleirtölu.

Veik beyging karlkynsorða

breyta

Ekki öll karlkynsorð beygjast reglulega og eru til undantekningar frá þeirri reglu.

1) Orð af erlendum stofni sem hafa áherslu á síðasta atkvæði.

2) Flest orð sem enda á -e beygjast veikt og taka þá að sér -en eða -e endingu í öllum föllum, nema nefnifalli eintölu. Dæmi um það eru orðin Junge, Däne, Kunde. Käse tekur þó ekki að sér veika beygingu.

3) Einhver önnur algeng orð. Dæmi: Herr og Bauer.

Óreglulegar beygingar

breyta

Mjög fá nafnorð beygjast óreglulega.

Karlkynsorðið Name (nafn)
Fall Eintala Fleirtala
nefnifall der Name die Namen
þolfall den Namen die Namen
þágufall dem Namen den Namen
eignarfall des Namens der Namen