Gnaeus Naevius
(Endurbeint frá Naevius)
Gnaeus Naevius (um 270 – eftir 200 f.Kr.) var rómverskt leikskáld sem samdi bæði harmleiki og gamanleiki. Hann samdi einnig söguljóð.
Lítið er vitað um ævi Naeviusar annað en að hann barðist í fyrsta púnverska stríðinu. Hann hóf að semja kvæði um 235 f.Kr. Hans er einkum minnst fyrir gamanleiki sína, sem byggðu margir á grískum fyrirmyndum. Á gamals aldri samdi hann söguljóðið Púnverska stríðið (Bellum Punicum).