Naalakkersuisut
Naalakkersuisut, grænlenska landsstjórnin er handhafi framkvæmdavaldsins í stjórnkerfi grænlensku heimastjórnarinnar. Hún samsvarar ríkisstjórn í innanlandsmálum Grænlands og er landsstjórnarformaðurinn, Naalakkersuisut siulittaasuat, ígildi forsætisráðherra. Stjórnin situr í skjóli meirihluta landsþingsins, Inatsisartut, þar sem eiga sæti 31 fulltrúi.
Fyrstu landsþingskosningarnar á Grænlandi voru haldnar árið 1979 og eru þær að jafnaði á fjögurra ára fresti. Jonathan Motzfeldt úr Siumut, flokki jafnaðarmanna, varð fyrsti formaður landsstjórnarinnar. Núverandi formaður (2021) er Múte Bourup Egede úr Inuit Ataqatigiit.
Núverandi landsstjórn (2021-)
breyta- Múte B. Egede, landsstjórnarformaður
- Aqqaluaq B. Egede, sjávarútvegsmál
- Pele Broberg, utanríkismál-, viðskipti og umhverfismál
- Kirsten Fencker, heilbrigðismál
- Peter P. Olsen, menntamál, menning og kirkjumál
- Mimi Karlsen, félags- og vinnumarkaðsmál
- Naaja Nathanielsen, húsnæðismál, stjórn innviða, hráefnisframleiðsla og jafnréttismál
- Asii Chemnitz Narup, fjármál og innanríkismál
- Eqaluk Høegh, fjölskyldumál, málefni barna og dómsmál
- Kalistat Lund, varnar- og öryggismál og orkumál