NBA Live 95
NBA Live 95 er tölvuleikur gefinn út af EA Sports í október 1994. Hann er framhald af NBA Showdown og fyrsti leikurinn í NBA Live tölvuleikjaseríunni.[1]
NBA Live 95 kynnti til leiks ýmislegt sem átti eftir að fastur punktur í leikjunum, þar á meðal ísómetrísk sjónarhorn af vellinum, "T-miðið" til að stilla miðið í vítaskotum, og turbó hnappinn sem notaður er til að gefa leikmönnum tímabundna aukningu á hraða. Graffíska vélin sem leikurinn notar er breytt útgáfa af vélinni á bakvið FIFA International Soccer leikinn sem EA gaf einnig út. Í janúar 1995 valdi tímaritið Game Players leikinn sem besta íþróttaleikinn fyrir SNES leikjatölvuna.[2]
Þetta var fyrsti opinberi NBA tölvuleikurinn sem gaf spilaranum kost á að búa til sín eigin lið.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ Joe Blenkle (14. desember 1994). „Not enough basketball? Try EA's 'NBA Live 95'“. The Folsom Telegraph (enska). bls. A15. Sótt 24. nóvember 2024 – gegnum Newspapers.com.
- ↑ „NBA Live 95“. Game Players. janúar 1995.
- ↑ „NBA Live 95 is the Greatest Basketball Video Game of All-Time“. NBA.com.
Ytri tenglar
breyta- NBA Live 95] á Moby Games