Nóbel námsbúðir
Nóbel námsbúðir ehf. er íslenskt fyrirtæki sem hóf starfsemi haustið 2010[1] en er rekið í einkahlutafélagaformi frá 2012.[2] Fyrirtækið sérhæfir sig í stuttum námskeiðum (5-20 klst) rétt fyrir lokapróf í háskólum og menntaskólum á Íslandi. Námskeiðin sem stundum kallast námsbúðir byggjast á jafningafræðslu þar sem nemendur sem hafa stuttu áður setið sama námskeið kenna þeim nemendum sem sækja námsbúðirnar efnið með það að markmiði að ná árangri á prófi.[3] Fyrirtækið hefur vaxið nokkuð hratt síðan það var stofnað og haustið 2014 tilkynnti framkvæmdastjórn fyrirtækisins að í bígerð væri útrás til Los Angeles, BNA.[4] Stofnandi og eigandi Nóbel námsbúða er Atli Bjarnason viðskiptafræðingur.
Rekstrarform | Einkahlutafélag |
Heimilisfang | Laugavegur 170, Reykjavík 105 |
Starfsemi | Námskeiðahald |
Stofnandi | Atli Bjarnason |
Vefsíða | www.nobel.is |