Níneve

(Endurbeint frá Níníve)

Níneve eða Níníve (akkadíska: 𒌷𒉌𒉡𒀀 URUNI.NU.A Ninua) var borg í Assýríu í Efri Mesópótamíu. Borgin Mósúl í Írak stendur við jaðar Níneve. Hún stóð á austurbakka fljótsins Tígris og var höfuðborg Nýja Assýríuveldisins. Nú er Níneve notað sem almennt heiti á þeim hluta Mósúl sem liggur á austurbakka Tígris.

Mashki-hliðið í Níneve.

Í um hálfa öld var Níneve stærsta borg heims. Árið 612 f.Kr. var hún rænd af bandalagi Babýlóna, Meda, Kaldea, Persa, Skýþa og Kimmera.

Mikið af höggmyndum frá Assýríu hafa fundist í rústum borgarinnar og verið flutt til safna um víða veröld. Um miðjan 2. áratug 21. aldar réði Íslamska ríkið yfir borginni og eyðilagði fjölda minja þar. Íraksher náði borginni aftur á sitt vald í janúar 2017.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.