Nærsýni (fræðiheiti: myopia) er augnkvilli sem lýsir sér þannig að fólk sér vel nærri sér en síður það sem fjær er. Nærsýni er oftast vegna þess augað er of langt (líkt og egg á hlið) en getur líka stafað af því að hornhimnan er of kúpt. Orsakafræði nærsýni er talin vera arfgeng og af völdum slæmra erfða. Ekki hefur verið sýnt fram á neinn umhverfisþátt sem neinu nemur.

Sjón þess sem er nærsýnn. Það sem er nálægt er skýrt en ekki það sem er í fjarlægð
Venjuleg sjón
Með sjónglerjum sem eru þunn í miðju er hægt að leiðrétta nærsýni

Sjá einnig

breyta

Tenglar

breyta
  • „Er hægt að lækna nærsýni og sjónskekkju með skurðaðgerðum?“. Vísindavefurinn.
  • Nærsýni, fjarsýni og sjónskekkja