Náttúrulagaflokkurinn
Náttúrulagaflokkurinn var stjórnmálaflokkur sem bauð fram fyrir Alþingiskosningar 1995 með listabókstafinn N. Flokkurinn byggði á hugmyndafræði TM-Sidhi-hugleiðslu sem Maharishi Mahesh Yogi setti fram um miðjan 8. áratug 20. aldar. Flokkurinn vildi þannig stofna „samstillingarhópa“ sem myndu hugleiða til að eyða streitu úr samfélagsvitundinni og skapa þannig grundvöll fyrir framfarir. Flokkurinn byggði á breskri fyrirmynd þar sem náttúrulagaflokkur hafði boðið fram fyrir þingkosningar 1992.
Flokkurinn fékk 957 atkvæði í kosningunum og engan mann kjörinn. Hann bauð ekki fram aftur.
Sjá einig
breyta- Natural Law Party á ensku Wikipedíu