Myrtóíska haf er hafsvæði í Eyjahafi á milli Hringeyja og Pelopsskaga sunnan við Evboju, Attíku og Argólis. Hafið er talið draga nafn sitt af goðsagnapersónunni Myrtílosi sem Pelops drap og kastaði í hafið.