Skógmunablóm

(Endurbeint frá Myosotis sylvatica)

Skógmunablóm eða garðmunablóm[1] (fræðiheiti: Myosotis sylvatica[2]) er fjölært blóm af munablómaætt. Það er ættað frá Suður og Mið-Evrópu austur til Nepal. Skógmunablóm verður um 12 - 30 sm hátt. Blóm þess eru skærblá til djúpblá og 6 til 10 mm í þvermál. Því svipar nokkuð til bergmunablóms, en er hærra og með lengri blómstilka.

Skógmunablóm

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ætt: Munablómaætt (Boraginaceae)
Ættkvísl: Munablóm (Myosotis)
Tegund:
Skógmunablóm (M. sylvatica)

Tvínefni
Myosotis sylvatica
Ehrh. ex Hoffm.

Tilvísanir

breyta
  1. Akureyrarbær. „Garðaflóra“. Lystigarður Akureyrar. Sótt 1. apríl 2024.
  2. Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed) (2019). „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2019 Annual Checklist“. Species 2000: Naturalis, Leiden, the Netherlands. ISSN 2405-884X. TaxonID: 53596097. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. mars 2024. Sótt 31. mars 2024.
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.