Gleym-mér-ei

(Endurbeint frá Myosotis arvensis)

Gleym-mér-ei,[1] kærminni eða kattarauga (fræðiheiti: Myosotis arvensis[2]) er jurtkennd, einær jurt af munablómaætt sem ber lítil, heiðblá blóm.[3]

Gleym-mér-ei

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ætt: Munablómsætt (Boraginaceae)
Ættkvísl: Munablóm (Myosotis)
Tegund:
Gleym-mér-ei (M. arvensis)

Tvínefni
Myosotis arvensis
(L.) Hill

Lýsing

breyta

Blómin eru 4 til 5 mm í þvermál, heiðblá með gul- eða hvítleitar skellur við blómginið. Bikarinn er fimmdeildur með hvít krókhár. Í hverju blómi eru 5 fræflar sem eru lokaðir inni í krónupípunni. Blöðin eru stakstæð og lensulaga, um 5 til 7 mm á breidd. Stöngull, blöð og blóm eru alsett hvítum hárum. Plantan getur náð 10 til 30 sentímetra hæð og vex í högum og móum, sérstaklega í nálægð við þéttbýli eða byggð ból.

Annað

breyta

Hárin á plöntunni valda því að hún loðir vel við föt eins og til dæmis prjónaðar peysur og flís. Þetta er vinsælt hjá börnum.

Tilvísanir

breyta
  1. Akureyrarbær. „Garðaflóra“. Lystigarður Akureyrar. Sótt 31. mars 2024.
  2. „Myosotis arvensis (L.) Hill | COL“. www.catalogueoflife.org. Sótt 1. apríl 2024.
  3. „Untitled 1“. www.floraislands.is. Sótt 31. mars 2024.
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.