Myndprjón er prjón með Intarsia tækni þar sem myndir eða mynstur eru prjónuð með því að prjóna einn lit í einu, ekki eins og í venjulegu útprjóni (tvíbandaprjóni) þar sem tveir litir eru prjónaðir saman. Tíglamynstur (argyle) á háa skoska sokka var fyrr á tímum prjónað með myndprjóni með sléttu prjóni. Á Íslandi var prjónað myndprjón með garðaprjóni í rósaleppa sem notaðir voru sem innlegg (íleppar) í skinnskó.

Skoskir sokkar með tíglamynstri prjónaðir með Intarsia tækni

Heimildir

breyta