Mosfellskirkja (Mosfellsdal)

Mosfellskirkja er kirkja í Mosfellsdal og tilheyrir Mosfellsprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún var vígð 4. apríl 1965. Mosfellskirkja var gjöf Stefáns Þorlákssonar og er sjálfseignarstofnun. Hún hefur tekjur af sölu heits vatns sem Stefán lét henni eftir í erfðaskrá. Mosfellskirkja er talin ein best búna kirkja á Íslandi. Koparklukka ein forn hangir i kórnum vinstra megin við altarið þegar inn er gengið, og er henni hringt við allar kirkjuathafnir.

Mosfellskirkja

Halldór Laxness segir svo frá í Innansveitarkroniku:

Stefán Þorláksson mælti sumsé svo fyrir í erfðaskrá sinni að fjármunir meiren litlir er hann leifði skyldu gánga til þess að reisa kirkju mikla og góða að Mosfelli í Mosfellsdal, þar á rústum fornra kirkna sem geyma höfuð Egils Skallagrímssonar.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.