Mortél
Mortél (áður fyrr einnig nefnt mortér eða mortari og gamalt nýyrði var steytill) er ílát úr málmi, steini (t.d. marmara) eða harðviði og er notað til þess að mylja hörð efni t.d. krydd og er það gert með sérstökum stauti eða hnalli. Talað er um að steyta t.d. pipar.
Í Matreiðslubók handa ungu fólki á öllum aldri, eftir Sigrúnu Davíðsdóttur segir að rifjárn, mortél og kryddkvörn séu mikilsverð hjálpartæki við matargerð.
Áður fyrr notuðu lyfsalar og listmálarar mikið mortél við vinnu sína. Lyfsalar steyttu saman efnum í lyf sín og listmálarar blönduðu saman litarefnum til að ná rétta litblænum.