Morfeos
(Endurbeint frá Morfeus)
Morfeus („sá sem myndar / mótar / formar“) er guð eða persónugervingur drauma í grískri goðafræði. Í ættartölum guðanna sem voru skrifaðar snemma á klassíska tímanum, er hann sonur svefnguðsins Hypnosar, bróður Þanatosar sem er persónugervingur dauðans, en báðir eru þeir „synir næturinnar“.
Lyfið morfín dregur nafn sitt af honum.