Moppa
Moppa eða þvegill er hreinsivirki sem notað er til að þvo gólf. Moppa samanstendur af þráðum eða strimlum úr gleypnu efni eins og bómull. Þræðirnir eru fastir saman í búnt á öðrum endi stangar, þannig að sá sem moppar þarf ekki að beygja niður.
Upprunalega moppan var fundin upp á 19. öld, en hún var með þráðum úr bómull og leit út eins og kústur. Ætlað var að henni væri dýft í vatnsfötu. Fatan var með atriði, sem leit út eins og dörslag, sem var notað til að kreista vatnið úr moppunni. Nýlegri moppur eru flatar og þræðirnir eru saumaðir á. Þær fást í ýmislegum stærðum fyrir mismunandi gólfefni, en sumar eru með sundurdraganlegri stöng.