Mjaðarlyng (eða bruggbuski) (fræðiheiti: Myrica gale) er jurt af porsætt sem er algeng í Norður- og Vestur-Evrópu en vex ekki villt á Íslandi. Hún er skammær ilmandi runni með aflöng grágræn blöð. Hún vex aðallega í mýrum.

Mjaðarlyng
Myrica gale foliage and immature fruit
Myrica gale foliage and immature fruit
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Porsætt (Myricaceae)
Ættkvísl: Myrica
Tegund:
M. gale

Tvínefni
Myrica gale
L.

Kvenreklar þessarar jurtar voru notaðir sem bætiefni í mungát fyrr á öldum áður en humlar urðu allsráðandi. Slík mungát var kölluð porsmungát, porsöl eða pors.