Mitsubishi Starion er sportbíll sem er í laginu eins og flestar eldri gerðir sportbíla, svo sem Toyota Supra Turbo, Porsche 924 Turbo, Nissan 200SX eða Mazta Rx-7. Hann var framleiddur fyrst árið 1982 í Japan þar sem vinsældir Grand Tourer (GT) sportbíla voru að aukast. Mitsubishi brást við með því að búa til þennan sportbíl.

Mitsubishi Starion
Framleiðandi Mitsubishi Motors
Einnig kallaðurChrysler Conquest, Dodge Conquest
Mitsubishi Starion, Plymouth Conquest
Framleiðsluár19821989
ForveriMitsubishi Sapporo
ArftakiMitsubishi GTO
FlokkurSportbíll
Yfirbygging3-dyra coupé
VélarhönnunFR útlit
Vél4G63 2.0 L I4
4G54 2.6 L I4
Skipting5-gíra Beinskiptur
4-gíra Sjálfskipting
Hjólhaf2435 mm
Lengd4410 mm
Breidd1685 mm (Mjórri)
1745 mm (Breiðari)
Hæð1320 mm
Eigin þyngd1340 kg

Yfirlit

breyta

Starion var alltaf talinn venjulegur afturhjóladrifinn sport bíll með vélina að framan. Margir komu með læst drif eða SSD og ABS bremsum frá framleiðanda. Sérstakt var við þennan bíl að skottið var aðeins gluggi en margir héldu að það myndi bronta auðveldlega. Svo var ekki.

Tvær vélarstærir voru í boði, 2,0 lítra 4G63 og 2,6 lítra G53B. Tveggja lítra vélin var forþjöppuvædd 4ra strokka vél, oftast með millikæli („intercooler“) en það fór eftir týpunúmerum. Sami vélargrunnur og Mitsubishi Lancer Evolution notar. 4G63 vélin var frá 150 hestöflum að 197 hestöflum. 2,6 lítra vélin var einnig forþjöppuvædd 4ra strokka vél sem hafði stundum millikæli líka, en hún var aðeins framleidd fyrir amerískan markað. En þótt vélin hafi verið stærri náði hún aldrei meira en 170-180 hestöflum. Aftur á móti var sterkari kjallari og meira hægt að „tjúna“ 2,6 lítra vélina án mikilla breytinga að innanverðu.

Týpur

breyta

Ástralía

breyta
  • JA - 1982–1984
  • JB - 1984–1985
  • JD - 1985–1987

Bandaríkin

breyta
  • LS
  • ES
  • LE
  • ESI-R
  • TSi

Evrópa

breyta
  • Non-Turbo
  • TURBO
  • GX - 1982–1983 (ekki túrbó)
  • GSR-I,GSR-II,GSR-III, GSR-X, - 1982–1984
  • GSR-II, GSR-III,GSR-X,GSR-V - 1985–1986 - Þessir höfðu kastara í stuðaranum
  • GSR-V - 1986–1987 - sumir höfðu Sirius Dash vél
  • GSR-VR - 1987–1988 (breiða útlitið)