Merki Reykjavíkurborgar

Merki Reykjavíkurborgar sýnir hvítar öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar og öldur á bláum grunni og gotneskum skildi. Það er teiknað af Halldóri Péturssyni, teiknara, sem var ráðinn til að útfæra merkið á grundvelli samkeppni sem bæjarstjórn Reykjavíkur efndi til í mars 1951.

Merki Reykjavíkur

Endanleg útfærsla merkisins var samþykkt á fundi 14. maí 1957 og hlaut samþykki bæjarstjórnar 6. júní það ár.

Heimildir

breyta
  • „Byggðarmerki sveitarfélaga - Merki Reykjavíkurborgar“. Sótt 11. júlí 2007.
  • „Skjaldarmerki Reykjavíkur“. Reykjavíkurborg. Sótt 14. júní 2021.