Mergæxli er krabbamein í beinmerg. Einkenna sjúkdómsins verður oft ekki vart fyrr á síðari stigum. Árlega greinast um 25 manns á Íslandi með mergæxli. Algengustu fylgikvillar eru beinverkir, blóðleysi, hækkun á kalki og nýrnaskemmdir. Horfur sjúklinga með mergæxli hafa batnað undanfarin ár. Góðkynja einstofna mótefnahækkun er forstig mergæxlis og þá mælast prótein sem kallast einstofna mótefni. Talið er að 4-5% Íslendinga yfir 50 ára aldri sé með forstig mergæxlis. Árið 2016 hófst rannsókn á Íslandi þar sem einn liður er að skima fyrir slíku próteini í blóði.

Heimild breyta