Menningarkreppa er ástand sem skapast í samfélagi þegar innan ríkjandi menningar- eða siðakerfis koma svo margar nýjar hugmyndir, hugsjónir og breytingar að hið ríkjandi kerfi megnar ekki að melta með sér allt hið nýja. Átök grískrómverskrar menningar og kristni í fornöld, endurreisnartíminn í Evrópu og umbrota- og krepputímar í tengslum við upplýsinguna og iðnbyltinguna eru dæmi um menningarkreppu.

Heimild

breyta
  • Reidar Myhre (2001). Stefnur og straumar í uppeldissögu. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. ISBN 9979-847-45-X.
   Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.