Melabúðin er matvöruverslun í Vesturbæ Reykjavíkur. Melabúðin er rótgróin kaupmannsbúð þar sem hægt er að velja kjöt- og fiskmeti eftir vigt. Verslunin sem var stofnuð árið 1956 var ein fyrsta sjálfsafgreiðsluverslun landsins. Melabúðin er til húsa í 220 fm rými á horni Hagamels og Hofsvallagötu.

Stofnandi verslunarinnar var Sigurður Magnússon. Núverandi eigandur eru Pétur Alan Guðmundsson og Snorri Guðmundsson en foreldrar þeirra, Guðmundur Júlíusson og Katrín Stella Briem, keyptu verslunina af Hreini Halldórssyni árið 1979.[1][2]

Tilvísanir breyta

  1. Mbl.is, „Þekking á því sem viðskiptavinirnir vilja“ (skoðað 8. ágúst 2019)
  2. Frettabladid.is, „Frikki kveður Melabúðina“ (skoðað 8. ágúst 2019)