Fagurblásól

(Endurbeint frá Meconopsis grandis)

Fagurblásól (fræðiheiti: Meconopsis grandis[1]) er blásól ættuð frá Nepal til V-Bútan.[2] Hún blómstrar stórum heiðbláum blómum efst á loðnum stöngli, uppúr hvirfingu oddbaugóttra grágrænna blaða. Hún er harðgerð og þrífst víðast á Íslandi.[3][4] Einnig fær hún mun sterkari heiðbláan lit hérlendis en víða annarsstaðar.

Fagurblásól

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sóleyjabálkur (Ranunculales)
Ætt: Draumsóleyjaætt (Papaveraceae)
Ættkvísl: Blásólir (Meconopsis)
Tegund:
M. grandis

Tvínefni
Meconopsis grandis
Prain
Samheiti

Papaver grande (Prain) Christenh. & Byng
Cathcartia betonicifolia (Franch.) Prain

Hún myndar ófrjóan blending með systurtegund garðablásólar: Meconopsis × sheldonii - Glæsiblásól (M. baileyi × M. grandis).

Tilvísanir

breyta
  1. „Meconopsis grandis Prain | COL“. www.catalogueoflife.org. Sótt 23. janúar 2024.
  2. „Meconopsis grandis Prain | Plants of the World Online | Kew Science“. Plants of the World Online (enska). Sótt 23. janúar 2024.
  3. Hólmfríður A Sigurðardóttir (2005, önnur útgáfa). Garðblómabókin. Skrudda. bls. 121. ISBN 9979-772-44-1.
  4. Akureyrarbær. „Garðaflóra“. Lystigarður Akureyrar. Sótt 25. janúar 2024.
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.