Meðlag (eða barnsmeðlag og í eldra lagamáli forlagseyrir) er framfærslustyrkur með barni og kemur til vegna þess að foreldrar eru ekki í sambúð, og er greiddur af því foreldri sem ekki er með barnið (eða börnin) á sinni framfærslu. Meðlag er oftast greitt af föður til móður. Ríkissjóður ábyrgist meðlagsgreiðslur, en innheimtir þær af meðlagsgreiðanda.

Orðalag

breyta

Hér áður fyrr var talað um skot, en það var til forna framlag foreldris til barns eftir skilnað foreldranna. Enn er talað um að gefa með barni. [1] Meðlag er stundum í gamni kallað folatollur eða leikutollur.

Limra um meðlagsgreiðslur

breyta

Magnús Óskarsson samdi einu sinni limru sem er nokkuð kerskin, eins og limrur oftast eru, og leikur sér þar með kjörorð lögreglunnar, sem í íslenskum heimildum er þekkt úr Njáls sögu með viðbótinni. Limran er þannig:

Menn, sem að meyjum hyggja
mest þegar fer að skyggja
og hafa þann metnað
að hindra ekki getnað,
meðlögum land vort byggja.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Tímarit.is
  2. Íslenskt mál; grein í Morgunblaðinu 1992

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.