Meðalhófsreglan (Evrópusambandið)

Meðalhófsreglan er ein af grunnreglum Evrópusambandsins. Hana er nú að finna í 4. mgr. 5. gr. sáttmála um Evrópusambandið þar sem úrrræði sambandsins séu takmörkuð við það sem sé nauðsynlegt til að ná markmiðum sáttmálanna um Evrópusambandið.[1]

Evrópusambandið er með öðrum orðum skyldað til að ganga ekki lengra en nauðsyn krefur þegar unnið er að því að ná þeim markmiðum sáttmálanna sem stefnt er að. Verða þá úrræði þau sem sambandið grípur til í senn að vera til þess fallin að ná markmiðunum og að vera nauðsynleg til þess. Ef mörg úrræði standa sambandinu til boða til að ná aðstefndu markmiði ber sambandinu að grípa til vægasta úrræðisins (t.d. að velja rammatilskipun í stað tilskipunar). Loks verða úrræði þau sem sambandið grípur til að standa í eðlilegu samhengi með hinum aðstefndu markmiðum.

Heimildir

breyta
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. október 2012. Sótt 4. júní 2010.