McDonnell Douglas MD-80
McDonnell Douglas MD-80 er fjölskylda flugvéla, með fimm sætum í hverri sætaröð, þróaðar af McDonnel Douglas. Hún var framleidd af fyrirtækinu til ágúst 1997 þegar Boeing tók við. MD-80 er önnur kynslóð DC-9 fjölskyldunnar og hét upphaflega DC-9-80, eða DC-9 Super 80.
Vélin er lengd, með stærri væng og knúin af Pratt & Whitney JT8D-200 vélum. Framleiðsluferlið byrjaði í október 1977.
MD-80 flaug í fyrsta sinn 18. október 1979 og var vottuð 25. ágúst 1980. Fyrsta flugvélin var afhent Swissair 13. september 1980 sem byrjaði að nota hana 10. október 1980.
MD-80 vélin keppti við Boeing 737 Classic og Airbus A320ceo-fjölskylduna. MD-90, sem tók við, var lengd enn frekar og knúin af IAE V2500. MD-95 var styttri, knúin af Rolls-Royce BR715 og síðar markaðsett sem Boeing 717. Framleiðslu lauk 1999 eftir að 1.191 MD-80 vélar voru afhentar, þar af eru 116 flugvélar enn í notkun í ágúst 2022.
Útgáfur
breytaMD-82
breytaMcDonnell Douglas MD-82 er farþegaþota sem er aðallega notuð í Evrópu. Iceland Express notaði um tíma MD-82. American Airlines var stærsti notandi MD-82 með yfir 200 slíkar vélar.[1] Vélin í dag er aðalega í notkun í Suður-Ameríku og Mexíkó.[2]
Heimildir
breyta- ↑ „Airfleets aviation“. www.airfleets.net.
- ↑ Hardiman, Jake. „Which Airlines Still Operate The McDonnell Douglas MD-80?“. Simple Flying.