Matsueyjar
Matsueyjar eru lítill 36 eyja eyjaklasi í Formósusundi nálægt meginlandi Kína. Eyjarnar eru um 100 sjómílur undan strönd Tævan og 10 sjómílur undan strönd kínverska meginlandsins. Eyjarnar mynda sýsluna Lienchiang í Fuijanhéraði í Lýðveldinu Kína (Tævan). Raunar er aðeins lítill hluti af hinni sögulegu Lienchiang-sýslu undir stjórn lýðveldisins þar sem meginlandshlutinn er undir stjórn Alþýðulýðveldisins Kína sem Lianjiang-sýsla.
Önnur Formósusundsdeilan hófst með stórskotaliðsárás á eyjarnar frá meginlandi Kína árið 1958.